Hér má finna Discord rásina okkar: https://discord.gg/tTZsvEr Hvaða þjónustu bjóðum við uppá?
Tölvuleikir
Komdu og spilaðu hjá okkur. Við erum með alla vinsælustu leikina. Safnið okkar inniheldur yfir 300 leiki og við erum alltaf að bæta við okkur nýjum leikjum.
Samskipti
Þarftu að komast á netið? Hjá okkur getur þú sent tölvupósta, vafrað um á veraldarvefnum, spjallað á skype, discord eða teamspeak.
Prentun
Þarftu að prenta út? Við erum með prentara og skanna. Ef það er eitthvað sérstakt ekki hika við að hafa samband og við sjáum hvað við getum gert.
Við tökum vel á móti hópum! Hvort sem það er afmæli, staffapartý, hversdagslegur hittingur eða annað tilefni. Ýttu hér til taka frá tölvur.
Búnaðurinn okkar
144 hz Benq skjáir
Sades leikjaheyrnatól með hljóðnema
Sharkoon vélvirk lyklaborð
Logitech leikjamýs
Um Gzero Gaming
Hvað er Gzero Gaming? Gzero er svokallað “Esports Gaming center” eða eins og við segjum á íslensku “Lansetur” Núna á þessu ári fögnum við 20 ára afmæli Gzero Gaming þökk sé góðum kúnnahópi og vinum.
Hvernig virkar þetta hjá ykkur?
Þú byrjar á því að búa þér til notendanafn í afgreiðslunni hjá okkur. Þetta er notendanafnið þitt sem þú notar alltaf til að skrá þig inn hjá okkur.
Þú fyllir á notendanafnið til dæmis 3 tíma.
Eina sem þú þarft svo að gera er að skrá þig inní tölvu sem þú vilt spila í og þú ert tilbúin(n) í slaginn!
Hvaða leikir eru í boði?
Við erum með alla vinsælustu leikina: League of Legends, PUBG, Fortnite, Rocket League, CS:GO og ef það er ekki nóg erum við líka með yfir 300 aðra leiki.
Þarf ég að eiga leikina sjálf(ur)? Við eigum accounta fyrir flesta Steam leiki en þú þarft að eiga þinn eigin account fyrir League of Legends og Battle.net leiki.
Starfsmenn Gzero Gaming
Gzero Gaming var stofnað árið 2002 af þeim Sigga og Inga
Siggi: Viðskipti og Markaðssetning Ingi: Yfir-tölvu- og Tæknigúru á Gzero Stormur: Öryggisprófanir á snúrum
Bjöggi: Tölvuviðhald og Uppsetning Krissi: Sjoppustjóri Kári og Össi: Sjá um Netkerfið okkar